Um okkur
Á bakvið HekluTinda er Elín Dögg og fjölskylda hennar. Við búum fyrir utan Hellu í dreifbýli með 4 tíkur þegar þetta er skrifað, erum 5 en tvö börn uppkomin og svo til flogin úr hreiðrinu. Eftir er þó örverpið hún Freyja Dögg sem finnst skemmtilegt að vera með mömmu sinni í hundastússi. Elsta dóttir okkar á sínar 2 tíkur og kærastinn 1 rakka, sonurinn sem er 18 ára er bara með bíladellu á háu stigi, en passar þó hundana þegar þess gerist þörf sem er þó mjög sjaldan. Við stundum hestamennsku og eru hundarnir einnig hluti af því sporti og eru 3 af 4 sem kom reglulega með í reiðtúra og elska það. Eiginmaðurinn var ekki eins mikill hundakarl en í dag er ekki sömu sögu að segja þar sem hann er á fullu í noseworki með frúnni og elstu dótturinni. Elín hefur átt hunda frá fæðingu, oft verið kokteilar af ýmsum tegundum en stundum hafa hreinræktaðir endað hjá okkur. Á heimilinu búa tíkurnar Bella 2014 labrador/boxer blendingur, Dimma 2020 hreinræktuð boxer, Tinna 2022 kínverskur faxhundur og svo Móra 2023 border collie/íslensk sem allar hafa lyktarpróf í nosework 1 hjá mismunandi heimilismeðlimum :)
Elín fór svo og lærði hundaþjálfun hjá Allir hundar, en náði því miður ekki að útskrifast þaðan með diplómu þar sem kvíðinn yfirtók og náði því ekki prófunum.
Nokkru seinna var mér bent á NoseWork þjálfaranám, ég þekkti svo til ekkert nosework þá, en ákvað að skrá mig. En var svo eiginlega hætt við að fara þar sem hópurinn var beðinn um að skrá sig aftur en ég fór ekki í það. Svo kemur póstur um að ég sé skráð í þetta þjálfaranám og mér fannst það bara vera merki um að drífa mig. Sem ég gerði og sé alls ekki eftir því. Þetta var erfitt nám, en samt svo hrikalega skemmtilegt og kennarinn alltaf að þrýsta manni út fyrir þægindaramman sem ég hef verið of föst inní allt of lengi. Í dag á ég honum mikið að þakka.
Sami kennarinn kom svo ti Íslands með hundaþjálfara nám, ég hafði því miður ekki efni á að fara í það, en með hjálp góðra þá hafðist það og kláraði ég það einnig með viðurkenningu og get stollt kallað mig viðurkenndan hundaþjálfara!
Í dag er ég dugleg að halda bæði nosework og venjuleg námskeið. Vinn sjálf mikið með mína hunda í nosework og rallý hlýðni.
Í mörg ár hefur mig dreymt að rækta hunda og hefur boxerinn alltaf verið efstur á lista. Þessi draumur lagðist þó í dvala á meðan við komum okkur upp heimili og börnum. Þó hafa komið nokkur blendings got.
Þegar ég eignaðist minn fyrsta boxer hund var það hvítur rakki sem búið var að gelda, fyrir áttum við blendings tíkina Kellý sem var boxer/labrador/golden blendingur og var hún besta og yndislegasta tík em hægt var að hugsa sér. Hann þurfti svo að kveðja okkur eftir allt of stuttan tíma þar sem hann fótbrotnaði og fékk svo drep í löppina. Mikið var það sárt að þurfa kveðja hann. Síðan hafa komið ansi margir hundar við hjá okkur í skemmri og lengri tíma. En alltaf var boxer efst á óskalistanum.
Svo var það árið 2021 þegar ég fékk skilaboð um 8 mánaða gamla boxer tík sem vantaði nýtt heimili, hvort okkur langaði að skoða það. Þá var ekki aftur snúið, hún var komin nokkrum dögum seinna og er enn. Búin að fara á nokkrar sýningar með frábæra dóma meðal annars "extreamly good temperment" Hún er búin að fara í mjaðmamyndatöku og er niðurstaðan c. Við fórum í gegnum nosework námið saman og hundaþjálfarann einnig. Hún er keppnishundurinn minn í nosework þar sem hún brillerar, en ekki eins með mig sem fer þó batnandi. Hún er að ég best viti eini boxerinn á landinu sem er komin svona langt í þessu sporti. Einnig höfum við aðeins fiktað í hlýðni en þó aðeins meira í rallý hlýðni og stefnum við aðeins lengra þar.
Tilhlökkun til pörunar og vonandi hvolpa er gríðarleg og að sjá mína ræktun komast á skrið.