Námskeð

Ég býð upp á námskeið reglulega. 

Nosework 1 grunnnámskeið, kennt er í 1,5 tíma í senn, einu sinni í viku í 5 vikur. Verð er 35.000kr

Nosework 1 framhald, kennt er í 1,5 tíma í senn, einu sinni í viku í 5 vikur. Verð er 35.000 kr

Lyktarpróf fyrir þá hunda sem kunna lyktina og vilja fara lengra 3.500kr pr teymi.

 

Hvolpanámskeið sem er ætlað hvolpum 3-9 mánaða, kennt er í 1,5 tíma í senn, einu sinni í viku í 5 vikur. Verð 25.000kr

Unglinganámskeið sem ætlað er hvolpum 9-18 mánaða, kennt er í 1,5 tíma í senn, einu sinni í viku í 5 vikur. Verð 25.000kr

Almennt grunnnámskeið, hentar í raun öllum hundum, farið á hraða hvers og eins. Kennt er í 1,5 tíma í senn, einu sinni í viku í 5 vikur. Verð 25.000kr

 

Hlýðni námskeið fer af stað á nýju ári, þar sem farið er í meiri hlýðni. Fínt fyrir þá sem vilja meira eða skella sér í hlýðnipróf hjá HRFÍ. Verð 40.000

 

Einnig hef ég verið að fara út á land, þó aðallega í Vík, með nosework og grunnnámskeið. Ef þú ert út á landi og getur smalað smá hóp saman á námskeið þá máttu endilega hafa samband.

 

Einkanámskeið á þínum hraða, ertu í vaktavinnu, vinnur í burtu og kemst ekki á þessi hefðbundnu námskeið? Þá hef ég verið að bjóða upp á einkanámskeið þar sem þú ræður för um hvenær þú færð kennslu. Í flestum tilfellum fer hún þó fram hjá mér á Rauðalæk. Einnig býð ég upp á einkakennslu á Ensku. 

 

Einkatímar þar sem ég kem heim til viðkomandi.

Þrír tímar, þar sem fyrsti tíminn er viðtal, hvað þarf aðstoð með

Ég geri plan, fer yfir það í tíma tvö og hvernig æfingarnar eru gerðar

Tími 3 fer svo í niðurstöður og hvernig hefur gengið. 

Verð fyrir þetta er 30.000kr

 

Hvolpanámskeið

ISK 25,000

Hvolpanámskeið

ISK 25,000

Námskeið sem er ætlað hvolpum frá 3-9 mánaða.

Farið er í grunninn og samband milli hunds og eiganda. 

Unglinganámskeið

ISK 25,000

Unglinganámskeið

ISK 25,000

Námskeið sem hentar hundum frá 9-18 mánaða.

Á grunnnámskeiði kennum við hundinum á lyktina og um hvað nosework snýst. Farið er í svokallaða ílátaleit og innanhússleit.

Með grunnnámskeiðinu fylgir lykt og annað sem þarf til að byrja heima að æfa sig.

Þar sem kennt er einu sinni í viku í 5 vikur, er mjög gott ef æft er heima á milli tíma. 

Núna er aðeins gert ráð fyrir að hundurinn sé farin að þekkja inná lyktina, þar sem við förum í erfiðari móment, utanhúss og farartæki. Þar erum við farin að vinna með truflandi lyktir sem ekki er hægt að komast hjá. 

Í lok framhaldsnámskeiðs verður boðið upp á æfingar lyktarpróf.

Lyktarpróf eru til þess að sjá hvort hundurinn þekki lyktina og stjórnandin lesi hundinn þegar hann er búin að finna hana.